Stjörnusteinar 13, 825 Stokkseyri
62.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
170 m2
62.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1977
Brunabótamat
60.650.000
Fasteignamat
38.050.000

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN 
Valborg fasteignasala kynnir í einkasölu; Stjörnusteina 13, Stokkseyri.
Vel staðsett einbýlishús með rúmgóðum bílskúr og fallegum garði.
Eignin er samtals 170,1 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðin er 117,6 m2 og telur forstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, stofu/borðstofu, 18 m2 sólskála, baðherbergi og þvottahús/geymslu.
Bílskúrinn, sem er 52,5 m2, er með inngönguhurð og bílskúrshurð með rafmagnsopnarar.

Upplýsingar veitir Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur 
[email protected]

Nánari lýsing:
Anddyri með fatahengi.
Gangur sem leiðir að flestum vistarverum hússins.
Svefnherbergi I er næst inngangi, mrð skáp og glugga til suðausturs.
Svefnherbergi II er með skáp og glugga til suðausturs.
Hjónaherbergi með miklu skápaplássi og glugga til norðausturs.
Baðherbergi með innréttingu, wc, sturtu og handklæðaofni.
Eldhús er mjög rúmgott, stór borðkrókur, mikið skápapláss, ofn í vinnuhæð, helluborð, vifta og tengi fyrir uppþvottavél.
Þvottahús/geymsla er innaf eldhúsi. Rúmgott rými með útgengi í bakgarð. Stýring fyrir heitan pott.
Stofa/borðstofa er rúmgóð og björt.
Sólskáli er opinn frá stofu með einu þrepi niður. Bjart og skemmtilegt rými. Möguleiki að gera hurð úr til norðvesturs í bakgarð.
Pallur bæði fyrir framan og aftan hús. Heitur pottur í bakgarði.
Gróðurhús í bakgarði er 11,25 m2.
Fallegur garður umlykur húsið á þrjá vegu.
Bílskúr var byggður 2001 og er ókláraður. Innkeyrsluhurð og gönguhurð. Stærð 52,5 m2. Lögn fyrir 3ja fasa rafmagn er ótengd.

Flísar á anddyri, baðherbergi og þvottahúsi/geymslu. Parket annars staðar.
Húsið er byggt úr timbri en bílskúrinn er steyptur.
Þak var endurnýjað kringum 2012.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Biering Agnarsson lgf í síma 823 3300, tölvupóstur [email protected].

Stokkseyri stendur á hrauni sem kennt hefur verið við Þjórsá eða Tungná. Það er talið um 8000 ára gamalt. Hraunið myndar 400 til 700 metra breiðan skerjagarð frá Ölfusá í vestri að Baugsstöðum í austri. Í skerjagarðinum skiptast á sker og flúðir, lón og rásir, skerjagarðurinn er á Náttúruminjaskrá. Sjávarkamburinn er yfirleitt 6-9 metra yfir stórstraumsfjöru. Sjóvarnargarðurinn var byggður af Grími Grímssyni árið 1890. Upphaflega var hann 100 faðma langur fram af Stokkseyrarkirkju og Stokkseyrarhúsunum. Hann hefur verið lengdur og endurbættur og liggur nú fyrir framan alla byggð þéttbýlisins á Stokkseyri. Þennan sjógarð má víða sjá við hliðina á voldugum grjótvarnargörðum sem byggðir voru upp eftir stórflóð árið 1990.

Á jörðinni Stokkseyri, og hjáleigum hennar, hefur byggst upp þéttbýli síðustu 120 ár. Meginbyggðin stendur á móbergsbelti sem gengur þvert yfir hreppinn raunar um þvert Suðurland allt frá Ægissíðu. Landrýmið einkennist af móbergsbölum og holtum með mýrarsundum, dælum (tjörnum) og vötnum inn á milli. Megnið af byggilegu landi í hreppnum er á þessu svæði.

Þéttbýlið Stokkseyri er takmarkað bæði að sunnanverðu og norðanverðu af náttúrufræðilegum aðstæðum. Byggðin stendur á lágri malaröldu sem er víða ekki breiðari en 300 metra. Norðan malaröldunnar stendur land nokkru lægra og er votlendi. Að sunnan, úti fyrir ströndinni er nær samfelldur skerjagarður og eru hafnaskilyrði þessvegna mjög erfið. Skerin fara í kaf í flóði en þegar alda vex brýtur á þeim. Lægi er innan skerjanna en það er hættusöm sigling á mjóum sundum sem er fljót að verða ófær ef sjór versnar. Byggð á ströndinni milli Ölfusár og Þjórsár hefur frá alda öðli átt í vök að verjast fyrir ágangi sjávar en sjór brýtur þar land vegna stöðugt hækkandi sjávarstöðu.

Stokkseyri er landnámsjörð sem fyrst er getið í landnámabók og nefnd í Flóamannasögu. Landnámsmaður á Stokkseyri var Hásteinn Atlason norskur maður sonur Atla jarls hins mjóa af Gaulum. Kom hann um 900 til Íslands og skaut setstokkum sínum fyrir borð í hafi eins og Ingólfur Arnarson gerði við öndvegissúlur sínar 30 árum fyrr. Setstokkum Hásteins rak að landi þar sem nú er Stokkseyri og nam Hásteinn allt það land sem nú tilheyrir Stokkseyrarhreppi.

Á Stokkseyri hefur verið kirkja frá fornu fari og þingstaður hreppsins. Stokkseyri var sömuleiðis langstærsta jörðin í hreppnum eða um 60 hundruð eftir fornu mati. Sjö aðrar jarðir byggðust strax á landnáms- og söguöld innan Stokkseyrarhrepps. Þær voru Stjörnusteinar, Traðarholt, Baugsstaðir, Brattholt, Leiðólfsstaðir, Ásgautsstaðir og Hæringsstaðir. Á síðustu öldum hafa lögbýli verið 15-16 talsins, mörg þeirra voru tvíbýli en út frá þeim allmargar hjáleigur, grasbýli, þurrabúðir og/eða tómthús.

Texti: Lýður Pálsson
Heimild: Vefur Árborgar

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.