Strandgata 7, 825 Stokkseyri
66.700.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
162 m2
66.700.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2001
Brunabótamat
67.650.000
Fasteignamat
42.850.000

Valborg fasteignasala kynnir; Strandgötu 7, Stokkseyri.
Glæsilegt einbýlishús ásamt bílskúr og grónum garði, stórum palli og gestahúsi á baklóð.
Þrjú svefnherbergi, bílskúr með aukaherbergi, gott hellulagt bílaplan.
Eign staðsett í hjarta bæjarins.

Eignin er samtals 162,30 m2 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðarhlutinn er 118,4 m2 og telur forstofu, forstofuherbergi, hjónaherbergi, lítið herbergi/geymslu, baðherbergi, stofu, eldhús og þvottahús.
Bílskúrinn er 43,9 m2 og hefur verið stúkað af herbergi í honum.


Upplýsingar veitir Gunnar Biering Agnarsson, lgf, í síma 823-3300 eða gegnum netfangið [email protected].

Nánari lýsing:
Flísalagt anddyri með góðum fataskáp.
Rúmgott forstofuherbergi með fataskáp.
Komið inn á gang sem leiðir að öðrum vistaverum hússins.
Hjónaherbergi með góðum fataskáp. Gluggar á tvo vegu. 
Herbergi/geymsla með litlum glugga.
Rúmgott baðherbergi með wc, innréttingu með handlaug, baðkari og sturtu.
Stór stofa með útgengi á afgirtan pall til suðurs.
Eldhús með rúmgóðri u-laga innréttingu með nýjum ofni, nýju helluborði og viftu, tengi fyrir uppþvottavél.
Rúmgóður borðkrókur/borðstofa í sama rými. Miklir og bjartir gluggar vísa í bakgarð.
Þvottahús með innréttingu. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Lítið geymsluloft. Útgengt í bakgarð.
Bílskúr er 43,9 m2 en honum hefur verið skipt niður í geymslu, gang og herbergi með glugga.
Geymsluloft yfir herbergi og gangi.
Hellulögð bílastæði fyrir framan bílskúr rúma nokkra bíla.
Geymsluskúr í bakgarði er einangraður og upphitaður. Nýtist sem gestahús eða geymsla. 
Annar lítill skúr á baklóð með tengi fyrir kalt vatn.
Lóð með töluverðum trjágróðri, tjörn og miklum palli bakatil. Skjólveggir veita mikið og gott skjól.
Gólfhiti er í eigninni. 

Gólfefni:
Flísar á forstofu, baðherbergi og þvottahúsi.
Parket á gangi, stofu og eldhúsi. Hluti stofu flísalagður.
Plastparket á herbergjum.

Byggingarár er skráð 2001. Byggingarefni er timbur. 

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 8233300, tölvupóstur [email protected].

Aðrar eignir sem við seljum má sjá hér.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.