Bæjarhraun 14, 220 Hafnarfjörður
79.500.000 Kr.
Atvinnuhús/ Skrifstofuhúsnæði
0 herb.
259 m2
79.500.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1986
Brunabótamat
60.650.000
Fasteignamat
49.650.000

Valborg ehf. kynnir hluta eignarinnar Bæjarhraun 14, 220 Hafnarfjörður, nánar tiltekið eign merkt 02-02, fastanúmer 222-4459 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.  Um er að ræða skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum á einum besta stað í Hafnarfirði fyrir slíkt húsnæði.   Neðri hæðin er 129 fm og efri hæðin er 130 fm eða samtals 259 fermetrar.  Hringstigi er á milli hæða. 

Eignin Bæjarhraun 14 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 222-4459, birt stærð 259.9 fm.

Nánari upplýsingar veitir Elvar Guðjónsson viðskfr og lögg fasteignasali, í síma 8954000, tölvupóstur [email protected]

Nánari lýsing:
Góð aðkoma er að húsinu frá Bæjarhrauni og bílastæði fyrir framan húsið með bílahleðslustöð.  Gengið er inn í rúmgóðan sameiginlega inngang á neðri hæð og  síðan er góður stigi upp á aðra hæðina.  Einnig er hægt að setja upp hjólastólalyftu í anddyrinu án mikilla vandkvæða.   Þegar inn í rýmið er komið er fyrst komið inn í rúmgott opið rými sem hægt er að nýta á ýmsa vegu.  Síðan eru 4 góðar skrifstofur afstúkaðar með gleri. Á gólfi eru parket og steinteppi. 
Salernisaðstaða er einnig á hæðinni.

Rishæðin skiptist síðan í 3 aðskilin rými:
Eldhús/kaffistofa með góðri innréttingu
Innaf eldhúsi er annað rými sem hægt er að nýta sem skrifstofur eða lagerrrými.  Góðir þakgluggar veita góðri birtu inn í rýmið. Þar innaf er annað rými sem væri hægt að nýta sem lager eða geymslurými.  Þar er staðsett talía til að taka inn vörur frá hlið hússins.  Einnig eru hillur til staðar í rýminu.
Efsta hæðin er að mestu teppalögð.

Eigin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.