Birkihlíð , 825 Stokkseyri
29.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
160 m2
29.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Brunabótamat
46.530.000
Fasteignamat
29.700.000

SAMÞYKKT HEFUR VERIÐ TILBOÐ Í EIGNINA.
VALBORG KYNNIR Í EINKASÖLU: Birkihlið, Stokkseyri. Vel staðsett einbýli sem þarfnast verulegra endurbóta.
Timbur klætt, þrjú svefnherbergi, rúmgóður bílskúr, 1000 m2 gróin lóð.
Áhugaverð eign með góða tekjumöguleika fyrir handlagna.

Eignin er samtals 160,7 m2 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Húsið er 122,7 m2 og telur forstofu, gang, eldhús, borðstofu og stofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi,
geymslu/þvottahús og 38 m2 sérstæðan bílskúr.
Garðskáli fyrir utan stofu á suðurhlið. 
Þak nýgrunnað og málað. Eignin þarfnast töluverðra endurbóta.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 8233300, tölvupóstur [email protected].


Nánari lýsing:
Flísalagt anddyri
Komið inn á gang sem leiðir að öðrum vistaverum hússins.
Hjónaherbergi með góðum fataskáp. Gluggar á tvo vegu. 
Barnaherbergi eru tvö.
Rúmgott baðherbergi með wc, innréttingu með handlaug og sturtu.
Samkvæmt teikningur er eldhús með U-laga innréttingu og borðkrók en opnað hefur verið þar á milli til að nýta pláss betur.
Rúmgóð innrétting með ofn, helluborð og viftu, tengi fyrir uppþvottavél.
Rúmgóð borðstofa/stofa í sama rými. Gluggar til suðurs og vesturs.
Garðskáli 13,9 m2 fyrir utan stofu.
Þvottahús og geymsla hafa verið sameinuð í eitt rými.
Bílskúr er 38 m2 og stendur við enda innkeyrslu. 
Tveir skúrar eru á lóðinni, annar fyrir börn að leik en hinn nýttur sem verkfærageymsla.
Eignin þarfnast töluverðra úrbóta og mælum við með að vönduð skoðun verði framkvæmd af fagmanni.

Byggingarár hússins er skráð 1972 og bílskúrsins 1973. 
Fyrirhugað fasteignamat 2022 er kr. 35.450.000.
Brunabótamat er kr. 46.530.000. Endurstofnsverð er kr. 53.106.000.


Nánari upplýsingar veitir Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 8233300, tölvupóstur [email protected].

Aðrar eignir sem við seljum má sjá hér.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.