Eyravegur 50, 800 Selfoss
39.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
113 m2
39.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
44.250.000
Fasteignamat
35.650.000

VALBORG KYNNIR Í EINKASÖLU: EYRAVEG 50, SELFOSSI. Laus í byrjun ágúst!
Fjögurra herbergja íbúð á neðstu hæð í fjögurra hæða fjölbýli á skemmtilegum stað á Selfossi.
Áhugaverð eign með sólríkum 8,4 m2 sérafnotafleti í garði. Sér inngangur. Gluggar á þrjá vegu.


Eignin er 113,2 m2 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands og skiptist í 105,9 m2 íbúð auk 7,3 m2 geymslu.
Húsið er steypt, fjórar hæðir, staðsett við rétt sunan við Húsasmiðjuna og stendur á eignarlóð.
Íbúðin telur forstofu, þrjú svefnherbergi, gang, þvottahús, eldhús, stofu, baðherbergi og geymslu ásamt hjóla- og vagnageymslu í sameign.


Upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson löggiltur fasteignasali í síma 823-3300 eða gegnum netfangið [email protected].
Elvar Guðjónsson viðskfr. og lögg fast.sali í síma 895-4000 eða gegnum netfangið [email protected]


Nánari lýsing:
Anddyri með fatahengi og flísum á gólfi.. 
Gangur sem leiðir að öðrum vistaverum íbúðarinnar.
Þrjú svefnherbergi eru við ganginn:
Svefnherbergi I er 11,3 m2 með skáp og glugga til vesturs.
Svefnherbergi II er 9,1 m2 með skáp og glugga til suðurs.
Hjónaherbergi er 12,2 m2 með skáp og glugga til vesturs.
Baðherbergi, innrétting með handlaug, spegill, vegghengt wc og baðkar með sturtuaðstöðu.
Rúmgóð stofa með gluggum til suðurs og austur. Útgengt á sólríkan sérafnotaflöt sem snýr til austurs.
Eldhús með góðri innréttingu, ofn, helluborð og vifta. Gert ráð fyrir uppþvottavél. Undirskápalýsing. Gluggar til austurs.
Þvottahús innan íbúðar. Borðplata með vaski.
Á sömu hæð er hjóla- og vagnageymsla ásamt geymslum og annarri sameign. Geymsla, merkt 0110, er skráð 7,3 m2 og er innst á geymslugangi. Gluggar til austurs.
Sameiginleg bílastæði á lóðinni eru malbikuð. Snyrtileg lóð.

Gólfefni:
Plastparket á gangi, svefnherbergi og stofu.
Flísar á baðherbergi, anddyri, eldhúsi og þvottahúsi.

Aðrar eignir sem við seljum má sjá hér.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.